Morgunstund gefur gull í mund

 

Morgunstund gefur gull í mund. 

Með hækkandi sól þá er komið að því að vakna fyrr og stunda líkamsrækt á degi hverjum. Umfram allt að njóta lífsins í botn og vera jákvæður í lífi og starfi.

Ert þú A eða B manneskja?

Ertu ein/n af þeim sem ýtir alltaf nokkrum sinnum á “Snooze” takkann þinn til að lúra aðeins lengur? Langar þig að verða A manneskja og stunda líkamsræktina góðu að morgni til? Ef svarið er játandi þá skaltu lesa þennan pistil.

Hér eru sex góð ráð til að hefja daginn fyrr.

1. Sofa í íþróttafötunum?

Hafðu æfingafötin ávallt tilbúin við rúmstokkinn svo það verður auðveldara fyrir þig að skella þér í þau og beint á brettið eða Spinning í ræktinni! Stundum fara yfir 10 mínútur í það eitt að finna og klæða sig í íþróttarfötin. Þá kemur oft sú hugsun upp sem allir ættu að kannast við: ,,Ahh gott væri nú að sofa aðeins lengur og sleppa æfingunni” en auðvitað þá sprettum við upp, teygjum okkur, burstum tennurnar, fáum okkur einn góðan ávöxt . Þannig erum við tilbúin í góða æfingu og dagurinn verður betri og orkumeiri.

2. Stilltu fyrirfram kaffivélina

Settu kaffivélina þína á “Auto” kvöldið áður. Rannsóknir sýna það að lyktin af kaffibaununum vekur þig. Ljúffengur kaffiilmurinn dregur þig úr rúminu og vekur þig ljúlega. Eru ekki allir sammála því?

3. Stilltu vekjaraklukkuna þína með tónlist sem kemur þér í gang!

Eru Madonna, Rihanna eða Queen á lagalistanum þínum í ræktinni? Ef það eru lög sem vekja þig gerðu þá uppáhaldslagið þitt að ,,vekjaraklukku” laginu þínu. Stilltu vekjaraklukkuna þína með taktfastri og góðri tónlist sem þú vaknar vel við. Hröð og góð tónlist kemur okkur af stað í daginn.

4. Þrisvar í viku

Gerðu það að venju þinni að vakna þrisvar sinnum í viku og stunda líkamsræktina. Með því að gera rútínuna að föstum lið þá verður auðveldara að vakna. Því oftar sem þú stundar líkamsræktina á morgnana því fyrr verður líkamann að aðlagast. Gerðu mánudagsæfingu í upphafi vikunnar að föstum lið og haltu því áfram. Það er yndislegt að vakna á mánudagsmorgni, stunda góða heilsurækt og eiga alla vikuna eftir.

5. Settu þér markmið að stunda líkamsrækt í skemmri tíma

Ef þú ert of þreytt/þreyttur í upphafi líkamsþjálfunar og hryllir við þeirri klukkustundar líkamsþjálfun sem framundan er þá skaltu sannfæra þig um að stunda “aðeins” 30 mínútna þjálfun. Það eitt að skuldbinda sig og vakna fyrr þá eru líkurnar mun meiri að þú standir við markmiðið sem þú settir þér.

6. Íslenska vatnið er best í heimi

Hafðu glas af vatni á náttborðinu þínu og drekka það um leið og þú vaknar. Gerðu það að venju hjá þér. Vatn gefur þér orku, hressir og kætir. Drekktu að minnsta kosti átta glös af vatni á dag.

Allt þetta að ofantöldu hljómar mjög vel og virkar auðvelt. En svo er ekki. Það munu koma upp mörg augnablik þar sem þér mun finnast þetta vera svolítið erfitt. Þú munt freistast til að sleppa æfingu, sofa út og ýta á “Snooze” takkann mörgun sinnum og snúa þér ljúlega á hina hliðna. Þú munt freistast til að fá þér nammi þegar þú ættir að fá þér hollan ávöxt eða grænmeti

Umfram allt er að gefa sér tíma til að þykja vænt um sjálfan sig og huga vel að líkama og sál. Gera reglubundna hreyfingu að lífstíl hvort sem það er á morgnana að degi til eða á kvöldin.

Njótum lífsins og munum að góð morgunstund gefur gull í mund.

Gangi þér vel.

Unnur Pálmarsdóttir

Mannauðs- og markaðsstjóri Reebok Fitness og eigandi Fusion.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband